;

Ábyrgðaryfirlýsing

Ábyrgðaryfirlýsing

Með ábyrgðaryfirlýsingu þessari hér að neðan staðfestir þú að þú hafir kynnt þér þessar öryggis- og umgengnisreglur og staðfestir að þú munir fylgja þeim og virða í þeim tilgangi að tryggja öryggi þitt og annarra viðskiptavina.

Með yfirlýsingu þessari staðfesti eg eftirfarandi:

Ég er á eigin ábyrgð í Fóboltalandi, hvort sem um er að ræða notkun og/eða athafnir mínar í aðstöðu hjá Fótboltlandi og eins þátttöku í einstökum viðburðum á vegum Fótboltaland.Ég samþykki og ber ábyrgð á tjóni sem ég veld á tækjum eða öðrum einstaklingum vegna athafna minna eða framkomu sem eru andstæð reglum og leiðbeiningum sem gilda hjá Fótboltlandi.

Ég hef kynnt mér i öryggis- og umgengnisreglur Fótboltalands.

Ég ber ábyrgð á persónulegum munum mínum í Fótboltalandi, svo sem fjármunum, fatnaði, síma o.þ.h. Fótboltaland tekur enga ábyrgð á lausamunum sem glatast eða er stolið í Fótboltalandi

Fótboltland hefur rétt til þess að neita um aðgang að tækjum og/eða vísa mér á brott án endurgreiðslu ef starfsfólk Fótboltalands telur framkomu mína og/eða hegðum og/eða athafnir ógna öryggi innan veggja Fótboltalands.Með ógnandi hegðun er átti við hvers kyns hegðun sem gengur gegn reglum Fótboltalands eða öryggisleiðbeiningum sem gilda um aðstöðu eða tæki hverju sinni.Enn fremur ef hegðun leiðir til þess að starfsfólk telur sig ekki geta sinnt sínu almenna starfi sem öryggisverðir og tryggt öryggi allra gesta.

Ég hef heilsu og líkamsburði til þess að nota tæki og aðstöðu Fótboltalands og engin heilsuvandamál hrjá mig sem geta haft áhrif á öryggi mitt eða annarra gesta hjá Fótboltlandi.Ég er upplýst/ur um að Fótboltaland er vaktaður með myndavélum í því skyni að tryggja öryggi viðskiptavina í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

Ábyrgðaryfirlýsing þessi er vistuð með rafrænum og öruggum hætti í gagnabanka Fótboltalands sem einungis afmarkaður og rekjanlegur hópur starfsmanna hefur aðgant að.Vistun og meðferð upplýsinganna er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu Smárabíó ehf sem eigendur að vörumerkinu Fótboltaland sem sett er á grundvelli gildandi persónuverndarlöggjafar.

Ég er upplýst/ur um að yfirlýsing þessi er tímabundinn samningur á milli mín og Fóboltalands vegna þeirra atriða sem finna má í ábyrgðaryfirýsingu þessari.

 

Smárabíó ehfkt.451206-0360Hagasmára 1201 Kópavogur